Unnu saman 15 tíma á dag fyrir Milestone samhliða vinnu hjá saksóknara Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2012 12:21 Embætti sértaks saksóknara kærði mennina tvo til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot, en um er að ræða brot á 136. gr. hgl. og skyldu ákvæði í lögreglulögum. Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot unnu í sjö vikur að meðaltali 15 klukkustundir á dag fyrir þrotabú Milestone síðastliðið haust á meðan þeir voru í fullu starfi fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt tímaskýrslum fyrirtækisins Pars Per Pars, sem fréttastofan hefur undir höndum, unnu þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson alls 831 tíma á tímabilinu 24. september - 17. nóvember 2011 fyrir þrotabú Milestone á meðan þeir voru í fullu starfi hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta eru 831 vinnustund á 54 dögum. Á tímabilinu eru helgar líka og þetta eru að meðaltali rúmlega 15 klukkustundir á dag. Mennirnir eru tveir og hafi þeir skipt vinnunni jafnt á milli sín er þetta 7 og hálf vinnustund á dag. Þess skal getað að meðal vinnudagur er á bilinu 8 til 9 stundir. Þetta vekur upp spurningar um hvort mennirnir hafi á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara verið að vinna samtímis fyrir þrotabúið. Jafnvel þótt þungi vinnunnar hafi birst um helgar er ljóst að þeir unnu mikið fyrir þrotabúið á virkum dögum, en ekki liggur fyrir hvort það var utan vinnutíma. Mennirnir hafa þurft að vinna mjög mikið á kvöldin, miðað við þennan fjölda vinnustunda. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gat ekki svarað því hvort grunsemdir væru um að mennirnir hafi á vinnutíma unnið fyrir þrotabúið. Hann sagði að eftir að mennirnir hefðu verið kærðir vegna brots á þagnarskyldu væri málið hjá ríkissaksóknara. Embættið gæti ekki tjáð sig um málsatvik sem væru undir í rannsókninni. „Við þurfum að bera fyrir okkur í þess að þetta sé í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Við getum ekki tjáð okkur um málsatvik sem eru í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Þeir voru ekki í skertu vinnuhlutfalli hér. Það hefur marg oft komið fram að þeir voru í fullu starfi hér," segir Ólafur Þór. Fréttastofan hefur marg ítrekað reynt að fá viðtöl við mennina en þeir hafa ekki svarað símtölum. Annar mannanna, Jón Óttar Ólafsson, neitar því í samtali við Morgunblaðið að hafa unnið fyrir þrotabúið á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara. Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot unnu í sjö vikur að meðaltali 15 klukkustundir á dag fyrir þrotabú Milestone síðastliðið haust á meðan þeir voru í fullu starfi fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt tímaskýrslum fyrirtækisins Pars Per Pars, sem fréttastofan hefur undir höndum, unnu þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson alls 831 tíma á tímabilinu 24. september - 17. nóvember 2011 fyrir þrotabú Milestone á meðan þeir voru í fullu starfi hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta eru 831 vinnustund á 54 dögum. Á tímabilinu eru helgar líka og þetta eru að meðaltali rúmlega 15 klukkustundir á dag. Mennirnir eru tveir og hafi þeir skipt vinnunni jafnt á milli sín er þetta 7 og hálf vinnustund á dag. Þess skal getað að meðal vinnudagur er á bilinu 8 til 9 stundir. Þetta vekur upp spurningar um hvort mennirnir hafi á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara verið að vinna samtímis fyrir þrotabúið. Jafnvel þótt þungi vinnunnar hafi birst um helgar er ljóst að þeir unnu mikið fyrir þrotabúið á virkum dögum, en ekki liggur fyrir hvort það var utan vinnutíma. Mennirnir hafa þurft að vinna mjög mikið á kvöldin, miðað við þennan fjölda vinnustunda. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gat ekki svarað því hvort grunsemdir væru um að mennirnir hafi á vinnutíma unnið fyrir þrotabúið. Hann sagði að eftir að mennirnir hefðu verið kærðir vegna brots á þagnarskyldu væri málið hjá ríkissaksóknara. Embættið gæti ekki tjáð sig um málsatvik sem væru undir í rannsókninni. „Við þurfum að bera fyrir okkur í þess að þetta sé í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Við getum ekki tjáð okkur um málsatvik sem eru í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Þeir voru ekki í skertu vinnuhlutfalli hér. Það hefur marg oft komið fram að þeir voru í fullu starfi hér," segir Ólafur Þór. Fréttastofan hefur marg ítrekað reynt að fá viðtöl við mennina en þeir hafa ekki svarað símtölum. Annar mannanna, Jón Óttar Ólafsson, neitar því í samtali við Morgunblaðið að hafa unnið fyrir þrotabúið á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara.
Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30
Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00
Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59
Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45