Unnu saman 15 tíma á dag fyrir Milestone samhliða vinnu hjá saksóknara Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2012 12:21 Embætti sértaks saksóknara kærði mennina tvo til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot, en um er að ræða brot á 136. gr. hgl. og skyldu ákvæði í lögreglulögum. Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot unnu í sjö vikur að meðaltali 15 klukkustundir á dag fyrir þrotabú Milestone síðastliðið haust á meðan þeir voru í fullu starfi fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt tímaskýrslum fyrirtækisins Pars Per Pars, sem fréttastofan hefur undir höndum, unnu þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson alls 831 tíma á tímabilinu 24. september - 17. nóvember 2011 fyrir þrotabú Milestone á meðan þeir voru í fullu starfi hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta eru 831 vinnustund á 54 dögum. Á tímabilinu eru helgar líka og þetta eru að meðaltali rúmlega 15 klukkustundir á dag. Mennirnir eru tveir og hafi þeir skipt vinnunni jafnt á milli sín er þetta 7 og hálf vinnustund á dag. Þess skal getað að meðal vinnudagur er á bilinu 8 til 9 stundir. Þetta vekur upp spurningar um hvort mennirnir hafi á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara verið að vinna samtímis fyrir þrotabúið. Jafnvel þótt þungi vinnunnar hafi birst um helgar er ljóst að þeir unnu mikið fyrir þrotabúið á virkum dögum, en ekki liggur fyrir hvort það var utan vinnutíma. Mennirnir hafa þurft að vinna mjög mikið á kvöldin, miðað við þennan fjölda vinnustunda. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gat ekki svarað því hvort grunsemdir væru um að mennirnir hafi á vinnutíma unnið fyrir þrotabúið. Hann sagði að eftir að mennirnir hefðu verið kærðir vegna brots á þagnarskyldu væri málið hjá ríkissaksóknara. Embættið gæti ekki tjáð sig um málsatvik sem væru undir í rannsókninni. „Við þurfum að bera fyrir okkur í þess að þetta sé í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Við getum ekki tjáð okkur um málsatvik sem eru í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Þeir voru ekki í skertu vinnuhlutfalli hér. Það hefur marg oft komið fram að þeir voru í fullu starfi hér," segir Ólafur Þór. Fréttastofan hefur marg ítrekað reynt að fá viðtöl við mennina en þeir hafa ekki svarað símtölum. Annar mannanna, Jón Óttar Ólafsson, neitar því í samtali við Morgunblaðið að hafa unnið fyrir þrotabúið á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara. Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot unnu í sjö vikur að meðaltali 15 klukkustundir á dag fyrir þrotabú Milestone síðastliðið haust á meðan þeir voru í fullu starfi fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt tímaskýrslum fyrirtækisins Pars Per Pars, sem fréttastofan hefur undir höndum, unnu þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson alls 831 tíma á tímabilinu 24. september - 17. nóvember 2011 fyrir þrotabú Milestone á meðan þeir voru í fullu starfi hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta eru 831 vinnustund á 54 dögum. Á tímabilinu eru helgar líka og þetta eru að meðaltali rúmlega 15 klukkustundir á dag. Mennirnir eru tveir og hafi þeir skipt vinnunni jafnt á milli sín er þetta 7 og hálf vinnustund á dag. Þess skal getað að meðal vinnudagur er á bilinu 8 til 9 stundir. Þetta vekur upp spurningar um hvort mennirnir hafi á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara verið að vinna samtímis fyrir þrotabúið. Jafnvel þótt þungi vinnunnar hafi birst um helgar er ljóst að þeir unnu mikið fyrir þrotabúið á virkum dögum, en ekki liggur fyrir hvort það var utan vinnutíma. Mennirnir hafa þurft að vinna mjög mikið á kvöldin, miðað við þennan fjölda vinnustunda. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gat ekki svarað því hvort grunsemdir væru um að mennirnir hafi á vinnutíma unnið fyrir þrotabúið. Hann sagði að eftir að mennirnir hefðu verið kærðir vegna brots á þagnarskyldu væri málið hjá ríkissaksóknara. Embættið gæti ekki tjáð sig um málsatvik sem væru undir í rannsókninni. „Við þurfum að bera fyrir okkur í þess að þetta sé í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Við getum ekki tjáð okkur um málsatvik sem eru í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Þeir voru ekki í skertu vinnuhlutfalli hér. Það hefur marg oft komið fram að þeir voru í fullu starfi hér," segir Ólafur Þór. Fréttastofan hefur marg ítrekað reynt að fá viðtöl við mennina en þeir hafa ekki svarað símtölum. Annar mannanna, Jón Óttar Ólafsson, neitar því í samtali við Morgunblaðið að hafa unnið fyrir þrotabúið á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara.
Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30
Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00
Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59
Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45