Fótbolti

Þjóðverjar unnu síðasta leikinn fyrir EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Þýskaland vann 2-0 sigur á Ísrael í kvöld í síðasta æfingaleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir rúma viku. Þýska landsliðið var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð þar á meðal 3-5 fyrir Svisslendingum um síðustu helgi en sá leikur var spilaður í Basel í Sviss.

Þýska liðið mætir Portúgölum í sínum fyrsta leik á EM en sá leikur fer fram eftir níu daga. Þjóðverjar eru einnig með Hollandi og Danmörku í riðli.

Mario Gomez kom Þjóðverjum í 1-0 fimm mínútum fyrir hálfleik þegar hann afgreiddi vel boltann í teignum eftir að Thomas Müller hafði framlengt sendingu Sami Khedira til hans.

Andre Schürrle, leikmaður Bayer Leverkusen, skoraði seinna markið á 82. mínútu eftir að hafa komið inn fyrir Lukas Podolski fimmtán mínútum áður. Schürrle skoraði með flottu langskoti eftir einstaklingsframtak en hann var að skora í öðrum leiknum í röð og hefur alls skorað 7 mörk í 14 landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×