Innlent

Björgunarsveitarmaður: Kraftaverk hvað þau sluppu vel

Þarna má sjá hversu hátt fallið var.
Þarna má sjá hversu hátt fallið var.

„Þetta er ekkert annað en kraftaverk," segir Grétar Einarsson úr björgunarsveitinni Víkverja í Vík, en sveitin kom fyrst á vettvang eftir að brún á Lágey Dyrhólaeyjar gaf sig með þeim afleiðingum að tveir ferðamenn, karl og kona, féllu niður um 40 metra. Eins og sjá má á myndunum er hreint út sagt ótrúlegt að þau hafi sloppið lifandi. Skriðan sjálf reyndist um 100 metrar á breidd.

Þó er ljóst að karlmaðurinn fótbrotnaði auk þess sem þau eru talsvert hrufluð eftir að hafa fallið niður af brúninni. Þau eru þó ekki í lífshættu.

„Við komust að þeim landleiðina þannig við þurftum ekki að hífa þau upp," segir Grétar sem er þakklátur því að það hafi ekki þurft að hífa parið upp, „enda ekkert grín að hífa fólk upp um 40 til 50 metra," segir Grétar. Fólkið var svo flutt með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík.

Grétar segir að eitt það fyrsta sem karlmaðurinn hafi sagt við björgunarsveitarmennina þegar þeir komu á vettvang, var að hann hafi talið að hans stund væri runnin upp. Sú var ekki raunin.

Grétar segir að það sé óhætt að tala um kraftaverk í þessu samhengi, „það er algjörlega ótrúlegt að hvað þau sluppu vel," segir Grétar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.