Alan Hansen: Dalglish verður niðurbrotinn maður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2012 13:30 Kenny Dalglish, fyrrum stjóri Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty Alan Hansen, fyrrum liðsfélagi Kenny Dalglish og góður vinur þessa fyrrum stjóra Liverpool, telur að það muni hafa mikil áhrif á hinn 61 árs gamla Dalglish að hann hafi þurft að taka pokanna sinn í gær. Eigendur Liverpool ákváðu að reka Dalglish þrátt fyrir að hann ætti enn eftir tvö ár af samningi sínum. „Kenny verður niðurbrotinn og sjokkeraður af því að hann elskar Liverpool Football Club og stuðningsmenn félagsins. Það gaf honum aukakraft að labba inn um dyrnar á Anfield og hann verður mjög viðkvæmur þar sem að hann fær ekki lengur að vera stjóri félagsins," sagði Alan Hansen við BBC. „Ég sem góður vinur hans veit hvað hann hefur gefið mikið af sér. Hann hefur sett hjarta og sál sína í starfið. Ég hringdi kannski í hann á sunnudegi en þá var hann samt mættur í vinnuna. Hann elskaði að vera hjá Liverpool," sagði Hansen. „Hann var fullur af orku og enginn gæti lagt meira á sig sem stjóri Liverpool því hann elskaði félagið svo mikið. Amerísku eigendurnir hafa sett skýr og ákveðin markmið með því að reka hann því þeir eru að segja að það eina sem skiptir máli er Meistaradeildin," sagði Hansen og bætti við: „Við megum samt ekki gleyma því hvernig ástandið var hjá Liverpool þegar Kenny kom til baka í janúar 2011 því það hafði ekki verið verra í 30 ár. Félagið var komið niður hnén og það var ekki hægt að fara þaðan og beint inn í Meistaradeildina á aðeins einu ári," sagði Hansen. „Næsti stjóri verður sá fjórði á tveimur árum. Þetta er að verða eins og hjá Chelsea með allar þessum breytingum. Þetta var því mjög stór ákvörðun og þeir þurfa að finna nýjan stjóra sem fyrst," sagði Hansen. Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Alan Hansen, fyrrum liðsfélagi Kenny Dalglish og góður vinur þessa fyrrum stjóra Liverpool, telur að það muni hafa mikil áhrif á hinn 61 árs gamla Dalglish að hann hafi þurft að taka pokanna sinn í gær. Eigendur Liverpool ákváðu að reka Dalglish þrátt fyrir að hann ætti enn eftir tvö ár af samningi sínum. „Kenny verður niðurbrotinn og sjokkeraður af því að hann elskar Liverpool Football Club og stuðningsmenn félagsins. Það gaf honum aukakraft að labba inn um dyrnar á Anfield og hann verður mjög viðkvæmur þar sem að hann fær ekki lengur að vera stjóri félagsins," sagði Alan Hansen við BBC. „Ég sem góður vinur hans veit hvað hann hefur gefið mikið af sér. Hann hefur sett hjarta og sál sína í starfið. Ég hringdi kannski í hann á sunnudegi en þá var hann samt mættur í vinnuna. Hann elskaði að vera hjá Liverpool," sagði Hansen. „Hann var fullur af orku og enginn gæti lagt meira á sig sem stjóri Liverpool því hann elskaði félagið svo mikið. Amerísku eigendurnir hafa sett skýr og ákveðin markmið með því að reka hann því þeir eru að segja að það eina sem skiptir máli er Meistaradeildin," sagði Hansen og bætti við: „Við megum samt ekki gleyma því hvernig ástandið var hjá Liverpool þegar Kenny kom til baka í janúar 2011 því það hafði ekki verið verra í 30 ár. Félagið var komið niður hnén og það var ekki hægt að fara þaðan og beint inn í Meistaradeildina á aðeins einu ári," sagði Hansen. „Næsti stjóri verður sá fjórði á tveimur árum. Þetta er að verða eins og hjá Chelsea með allar þessum breytingum. Þetta var því mjög stór ákvörðun og þeir þurfa að finna nýjan stjóra sem fyrst," sagði Hansen.
Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira