Toure hetja City í mikilvægum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2012 00:01 Nordic Photos / Getty Images Yaya Toure skoraði bæði mörk Manchester City í 2-0 sigri liðsins á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þar með er liðið enn með frumkvæðið í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Mörkin komu bæði í síðari hálfleik og fljótlega eftir að Roberto Mancini, stjóri City, ákvað að skipta Nigel De Jong inn á fyrir Samir Nasri. Sú skipting bar strax árangur. De Jong átti þátt í uppbyggingu fyrr marksins þegar að City náði loksins að brjóta ísinn. Newcastle setti allt púður í sóknarleikinn og kom síðara markið úr skyndisókn stuttu fyrir leikslok. City er nú þremur stigum á undan Manchester United sem á leik til góða gegn Swansea klukkan 15.00. City er einnig með betra markahlutfall - tíu mörkum betra - sem þýðir að sigur gegn QPR í lokaumferðinni mun væntanlega duga til að tryggja titilinn. City vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1968 og er því biðin orðin ansi löng hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi:Fyrir leik: Roberto Mancini, stjóri City, stillir upp sama byrjunarliði og í 1-0 sigurleiknum gegn Manchester United á mánudagskvöldið. Carlos Tevez og Sergio Agüero eru því áfram í fremstu víglínu hjá City. Lið Newcastle er einnig óbreytt frá síðasta leik en liðið vann þá góðan sigur á Chelsea, 2-0. Það þýðir að Cheick Tiote er með frá byrjun þrátt fyrir að hafa verið borinn meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea.Leik lokið: Toure var hetja City sem er nú með þriggja stiga forystu á Manchester United, sem spilar við Swansea síðar í dag.89. mín - Toure skorar: Eftir að Newcastle sótti nokkuð stíft að marki City komst síðarnefnda liðið í skyndisókn. Þeir voru fjórir gegn tveimur varnarmönnum Newcastle og náði Clichy að koma boltanum á títtnefndan Toure. Hann náði að koma boltanum fyrir sig og skora af stuttu færi. Sigurinn er því tryggður hjá City.84. mín: Aftur dauðafæri. Toure komst einn í gegn en Krul stöðvaði hann. Agüero náði frákastinu en skaut yfir markið. Sex mínútur eftir af venjulegum leiktíma.75. mín: Dauðafæri. Silva með frábæra sendingu inn fyrir varnarlínu Newcastle á Agüero. Hann var kominn einn gegn Krul í markinu en hitti ekki markið. Gæti reynst dýrkeypt fyrir þá bláu.70. mín - Toure skoraði: Þá kom að því. De Jong var með boltann á miðjunni og kom honum á Yaya Toure. Hann spilaði stutt þríhyrningsspil við Sergio Agüero og lét svo vaða að marki. Boltinn söng í netmöskvanum og City komst þar með yfir. Afar, afar mikilvægt mark hjá City.60. mín: Ekkert mark komið enn í leikinn og 30 mínútur til leiksloka. Stuðningsmenn Manchester United naga neglurnar.Hálfleikur: Fyrri hálfleik lokið og var hann nokkuð fjörlegur undir lokin. Ekkert mark komið þó enn en fullt af gulum spjöldum hjá dómaranum Howard Webb.41. mín: Besta færi leiksins. Boltinn barst út í teig þar sem Gareth Barry var einn á auðum sjó. Fyrst komst Coloccini fyrir skotið Barry náði frákastinu sjálfur og skaut aftur að marki. Þá varði Santon á marklínu.34. mín: Newcastle komst í hættulega sókn. Fyrst varði Gael Clichy frá Demba Ba en Hatem Ben Arfa náði frákastinu og skaut að marki. Joe Hart varði vel frá honum.18. mín: Engin opin færi í leiknum hingað til. Liðin spila þéttan varnarleik og gefa fá færi á sér. City þó nær því að skapa sér almennileg færi.1. mín: Leikurinn er hafinn. Hér verður fylgst með því helsta sem gerist í leiknum. Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að uppfæra lýsinguna. Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Yaya Toure skoraði bæði mörk Manchester City í 2-0 sigri liðsins á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þar með er liðið enn með frumkvæðið í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Mörkin komu bæði í síðari hálfleik og fljótlega eftir að Roberto Mancini, stjóri City, ákvað að skipta Nigel De Jong inn á fyrir Samir Nasri. Sú skipting bar strax árangur. De Jong átti þátt í uppbyggingu fyrr marksins þegar að City náði loksins að brjóta ísinn. Newcastle setti allt púður í sóknarleikinn og kom síðara markið úr skyndisókn stuttu fyrir leikslok. City er nú þremur stigum á undan Manchester United sem á leik til góða gegn Swansea klukkan 15.00. City er einnig með betra markahlutfall - tíu mörkum betra - sem þýðir að sigur gegn QPR í lokaumferðinni mun væntanlega duga til að tryggja titilinn. City vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1968 og er því biðin orðin ansi löng hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi:Fyrir leik: Roberto Mancini, stjóri City, stillir upp sama byrjunarliði og í 1-0 sigurleiknum gegn Manchester United á mánudagskvöldið. Carlos Tevez og Sergio Agüero eru því áfram í fremstu víglínu hjá City. Lið Newcastle er einnig óbreytt frá síðasta leik en liðið vann þá góðan sigur á Chelsea, 2-0. Það þýðir að Cheick Tiote er með frá byrjun þrátt fyrir að hafa verið borinn meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea.Leik lokið: Toure var hetja City sem er nú með þriggja stiga forystu á Manchester United, sem spilar við Swansea síðar í dag.89. mín - Toure skorar: Eftir að Newcastle sótti nokkuð stíft að marki City komst síðarnefnda liðið í skyndisókn. Þeir voru fjórir gegn tveimur varnarmönnum Newcastle og náði Clichy að koma boltanum á títtnefndan Toure. Hann náði að koma boltanum fyrir sig og skora af stuttu færi. Sigurinn er því tryggður hjá City.84. mín: Aftur dauðafæri. Toure komst einn í gegn en Krul stöðvaði hann. Agüero náði frákastinu en skaut yfir markið. Sex mínútur eftir af venjulegum leiktíma.75. mín: Dauðafæri. Silva með frábæra sendingu inn fyrir varnarlínu Newcastle á Agüero. Hann var kominn einn gegn Krul í markinu en hitti ekki markið. Gæti reynst dýrkeypt fyrir þá bláu.70. mín - Toure skoraði: Þá kom að því. De Jong var með boltann á miðjunni og kom honum á Yaya Toure. Hann spilaði stutt þríhyrningsspil við Sergio Agüero og lét svo vaða að marki. Boltinn söng í netmöskvanum og City komst þar með yfir. Afar, afar mikilvægt mark hjá City.60. mín: Ekkert mark komið enn í leikinn og 30 mínútur til leiksloka. Stuðningsmenn Manchester United naga neglurnar.Hálfleikur: Fyrri hálfleik lokið og var hann nokkuð fjörlegur undir lokin. Ekkert mark komið þó enn en fullt af gulum spjöldum hjá dómaranum Howard Webb.41. mín: Besta færi leiksins. Boltinn barst út í teig þar sem Gareth Barry var einn á auðum sjó. Fyrst komst Coloccini fyrir skotið Barry náði frákastinu sjálfur og skaut aftur að marki. Þá varði Santon á marklínu.34. mín: Newcastle komst í hættulega sókn. Fyrst varði Gael Clichy frá Demba Ba en Hatem Ben Arfa náði frákastinu og skaut að marki. Joe Hart varði vel frá honum.18. mín: Engin opin færi í leiknum hingað til. Liðin spila þéttan varnarleik og gefa fá færi á sér. City þó nær því að skapa sér almennileg færi.1. mín: Leikurinn er hafinn. Hér verður fylgst með því helsta sem gerist í leiknum. Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að uppfæra lýsinguna.
Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira