Sport

Breska Ólympíuliðið fær leik gegn Brasilíu

Stuart Pearce.
Stuart Pearce.
Breska Ólympíuliðið í knattspyrnu mun aðeins spila einn æfingaleik fyrir leikana og sá leikur verður gegn Brasilíu þann 20. júlí í Middlesbrough.

"Leikirnir í boltanum verða ekki mikið stærri en gegn Brasilíu. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur," sagði Stuart Pearce, þjálfari breska liðsins.

"Ég hef lært mikið um Ólympíuleikana síðan ég var heiðraður með þessu starfi og geri mér fyllilega grein fyrir því hversu stór viðburður þetta er og verður fyrir alla Breta."

Ekki er enn búið að velja Ólympíuliðið en Pearce hefur úr 80 manna hópi að velja. Hann má aðeins velja þrjá leikmenn sem eru eldri en 23 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×