Sport

Anton Sveinn í stuði í Laugardalnum

Anton Sveinn.
Anton Sveinn. mynd/vilhelm
Íslandsmetunum fjölgar á Íslandsmetinu í sundi en þrjú ný met voru sett nú og þar af setti Anton Sveinn McKee tvö þeirra.

Anton Sveinn McKee synti í 1.500 metra skriðsundi undir sínu eigin gildandi Íslandsmeti í 800 metra skriðsundi er hann kom í bakkann á 8:08,09 mínútum en fyrra metið var 8:10,34 er hann setti á sundmóti á Spáni fyrir rétt 2 vikum.

 

Anton Sveinn setti einnig Íslandsmet í 1500m skriðsundi er lauk sundinu á tímanum 15:27,08. Gamla metið átti hann sjálfur 15:30,30.

 

Þess má geta að Ólympíulágmarkið í þessari grein er 15:11,83 mínútur.

Boðsundssveit Ægis bætti Íslandsmetið í 4x200 metra skriðsundi kvenna er hún kom í mark á tímanum 8:24,80 mínútum en með því bættu þau sitt eigið met um rétt rúmlega 14 sekúndur.  Eldra metið var 8:38,55 er boðssundssveit Ægis átti.

 

Boðsundssveitina skipuðu þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sigrún Brá Sverrisdóttir, Sarah Blake Bateman og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og setti Eygló Íslandsmet í fyrsta spretti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×