Enski boltinn

WBA vann fínan sigur á QPR | Heiðar lék í nokkrar mínútur

Sunderland og Wolves gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt bragðdaufum leik á leikvangi Ljóssins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Það er skemmst frá því að segja að fátt markvert gerðist í leiknum og í raun átti hvorugt liðið skilið meira úr þessum leik.

WBA vann aftur á móti gríðarlega mikilvægan sigur, 1-0, á QPR en leikurinn fór fram á The Hawthorns, heimavelli WBA.

Graeme Dorrans skoraði eina mark leiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Gestirnir reyndu eins og þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og gríðarlega mikilvægur sigur hjá West Bromwich Albion.

Heiðar Helguson kom inná í liði QPR þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum en hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Heiðar hefur verið lengi frá vegna meiðsla og er allur að koma til.

QPR er í 16. sæti deildarinnar með 31 stig en það eru aðeins tvö stig í fallsætið skelfilega. Wolves er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×