Enski boltinn

Tevez: Við eigum möguleika á titlinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carlos Tevez
Carlos Tevez Mynd. / Getty Images
Argentínumaðurinn Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, telur að félagið eigi enn möguleika á því að verða Englandsmeistari.

Leikmaðurinn er gríðarlega þakklátur þann stuðning sem hann hefur fengið frá stuðningsmönnum félagsins en Tevez lék ekki með Manchester City í nokkra mánuði eftir ágreining við Roberto Mancini, knattspyrnustjóra liðsins.

Tevez hefur verið að finna sitt gamla leikform að undanförnu og allt virtist ganga upp hjá leikmanninum um helgina en Manchester City gjörsigraði Norwich, 6-1. Tevez skoraði þrennu og átti frábæran leik.

„Auðvitað getum við enn orðið meistarar," sagði Tevez eftir leikinn við sjónvarpstöð Manchester City.

„Við þurfum núna að setja pressu á United. Liðið þarf að halda áfram á þessari braut og þá vill ég trúa því að við endum í efsta sætinu. Þetta er alls ekkert útilokað."

„Ég er einstaklega ánægður með leik minn í dag en það sem allra mikilvægast fyrir mig persónulega er sá stuðningur sem ég hef fengið frá liðsfélögum mínum og stuðningsmönnum City."

„Það var ekki auðvelt að koma til baka en leikmennirnir tóku mér strax opnum örmum og ég er afar þakklátur fyrir það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×