Sport

Annað Íslandsmet hjá Antoni Sveini

Anton Sveinn.
Anton Sveinn.
Sundkappinn Anton Sveinn McKee er að standa sig vel á spænska meistaramótinu sem fram fer í Malaga. Anton setti annað Íslandsmet í morgun.

Að þessu sinni í 400 metra fjórsundi en hann átti gamla metið sjálfur.

Anton synti á 4:26,64 mínútum en gamla metið hans var 4:30,15 mínútur.

Hann syndir í A-úrslitum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×