Enski boltinn

Draumur Rio: Að vera búnir að vinna deildina fyrir City-leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Mynd/Nordic Photos/Getty
Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, vonast til þess að United verði búið að tryggja sér enska meistaratitilinn fyrir leikinn á móti nágrönnunum í Manchester City sem fer fram á heimavelli City 3. apríl.

Manchetser United hefur nú eins stigs forskot á City þegar níu leikir eru eftir. Liðin munu spila sex leiki áður en kemur að toppslagnum í lok næsta mánaðar. Flestir eru sammála um það að United-liðið eigi mun auðveldari leiki eftir en City.

„Í fullkomnum heimi þá væri við búnir að tryggja okkur titilinn þegar við mætum til þeirra en ég býst samt ekki við öðru en svo verðu ekki," sagði Rio Ferdinand við BBC.

Rio Ferdinand á möguleika á að vinna sinn sjötta enska meistaratitil með Manchester United en Manchester City hefur hinsvegar ekki orðið meistari í 44 ár eða síðan 1968.

Manchester United fær Fulham í heimsókn á mánudaginn kemur en Manchester City heimsækir Stoke City tveimur dögum áður og getur því náð aftur toppsætinu með sigri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×