Enski boltinn

Gylfi átti eitt flottasta mark umferðarinnar og var líka valinn í úrvalsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við frábæran 3-0 útisigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa líka verðlaunað íslenska landsliðsmanninn sem skoraði tvö fyrstu mörk velska liðsins í leiknum.

Gylfi var kosinn í lið vikunnar og þá átti hann einnig eitt af fimm flottustu mörkum vikunnar. Seinna mark hans komst í hóp þeirra bestu en Gylfi hóf þá og endaði frábæru sókn Swansea-liðsins.

Það er hægt að sjá hvaða tíu leikmenn voru valdir í lið vikunnar ásamt Gylfa með því að smella hér fyrir ofan. Þeir sem vilja skoða flottustu mörk vikunnar geta smellt á tengilinn hér fyrir neðan.

Fimm flottustu mörk vikunnar í ensku úrvalsdeildinni:

- Gylfi Þór Sigurðsson fyrir Swansea á móti Fulham

- Antonio Valencia fyrir Manchester United á móti Wolves

- Junior Hoilett fyrir Blackburn á móti Sunderland

- Papiss Cisse fyrir Newcastle á móti Norwich

- Sebastian Coates fyrir Liverpool á móti QPR

Það er hægt að sjá öll fimm mörkin með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×