Enski boltinn

Sir Alex ánægður með samvinnu Jonny Evans og Rio Ferdinand

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonny Evans.
Jonny Evans. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ánægður með framlag miðvarðarins Jonny Evans til enska liðsins á þessu tímabili en United hefur treyst meira á Evans í forföllum fyrirliðans Nemanja Vidic.

Jonny Evans skoraði sitt fyrsta mark fyrir United um síðustu helgi þegar hann kom liðinu í 1-0 í 5-0 sigri á Úlfunum. Evans á nú flesta leiki að baki af öllum miðvörðum Manchester United á tímabilinu en hann hefur spilað 23 leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

„Hann er ennþá ungur leikmaður sem er að þroskast og það hjálpar mikið upp á stöðugleikann þegar slíkir leikmenn fá að spila marga leiki í röð. Samvinna hans og Rio [Ferdinand] hefur verið mjög góð," sagði Sir Alex Ferguson.

Manchester United hefur unnið 13 af síðustu 14 leikjum sem Jonny Evans hefur byrjað í miðverðinum og sá fjórtándi er 3-3 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. United-liðið hefur haldið hreinu í átta af þessum fjórtán leikjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×