Arsenal óstöðvandi | Liverpool tapaði heima gegn Wigan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 00:01 Kieran Gibbs fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images Skemmtiferðasigling Arsenal í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en liðið lagði Aston Villa að velli 3-0 í dag. Ófarir Liverpool halda áfram en liðið lá 1-2 gegn Wigan á Anfield. Liverpool 1-2 Wigan 0-1 Shaun Maloney, víti (30.) 1-1 Luis Suarez (48.) 1-2 Gary Caldwell (63.) Gestirnir komust yfir eftir hálftímaleik. Martin Skrtel braut þá klaufalega á Victor Moses í vítateignum. Skotinn Shaun Maloney skoraði af öryggi úr spyrnunni framhjá Pepe Reina. Kenny Dalglish skipti Andy Carroll inná í hálfleik og heimamenn blésu til sóknar. Luis Suarez jafnaði metin eftir tveggja mínútna leik og lyftist brúnin á stuðningsmönnum Liverpool á Anfield. Skömmu síðar töldu heimamenn sig hafa komist yfir og aftur var Luis Suarez á ferðinni. Markið var þó dæmt af þar sem dómari leiksins taldi Suarez hafa stýrt knettinum yfir línuna með hendinni. Úrúgvæinn fékk áminningu fyrir brotið. Ótrúlegt en satt voru það gestirnir sem tryggðu sér sigur. Miðvörðurinn Gary Caldwell fékk þá boltann á vítateignum og kláraði færið af fádæma yfirvegun. Enn syrtir í álinn hjá Kenny Dalglish og lærisveinum hans sem töpuðu á dramatískan hátt gegn QPR í vikunni.Arsenal 3-0 Aston Villa 1-0 Kieran Gibbs (16.) 2-0 Theo Walcott (25.) 3-0 Mikel Arteta (90.) Arsenal vann sinn sjöunda leik í ensku úrvalsdeildinni í röð þegar Aston Villa kom í heimsókn á Emirates. Heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Vinstri bakvörðurinn Kieran Gibbs var aldrei þessu vant á skotskónum og kom Arsenal yfir eftir stundarfjórðung. Tíu mínútum síðar tók Theo Walcott frábærlega við sendingu á vítateignum og kláraði færið af mikilli fagmennsku. Það var svo Spánverjinn Mikel Arteta sem skoraði þriðja og fallegasta mark leiksins beint úr aukaspyrnu á lokamínútu leiksins. Arsenal styrkti stöðu sína í 3. sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið hefur 58 stig í 3. sæti en grannarnir í Tottenham eru í 4. sæti með 55 stig. Sunderland 3-1 QPRCisse trúir ekki sínum eigin augum. Tvö rauð í fimm leikjum.Nordic Photos / Getty Images1-0 Nicklas Bendtner (41.) 2-0 James McClean (70.) 3-0 Stephane Sessegnon (76.) 3-1 Taye Taiwo (79.) Sunderland vann góðan sigur á QPR á Ljósvangi í dag. Daninn Nicklas Bendtner er að reynast liðinu vel þessa dagana en hann kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks. Djibril Cissé fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks fyrir tveggja fóta tæklingu á Frazier Campbell. Þetta er annað rauða spjald Cisse í fimm leikjum og er Frakkinn á leið í fjögurra leikja bann. Írinn James McClean og Benínmaðurinn Stephane Sessegnon skoruðu mörk á sex mínútna kafla. Nígeríumaðurinn Taye Taiwo klóraði í bakkann fyrir gestina. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR en hann glímir enn við ökklameiðsli. Swansea 0-2 EvertonLeighton Baines settur boltann yfir vegginn og í bláhornið.Nordic Photos / Getty Images0-1 Leighton Baines (59.) 0-2 Nikola Jelavic (76.) Everton vann góðan 2-0 sigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í heldur bragðdaufum leik í Wales. Bæði mörk Liverpool-liðsins komu í síðari hálfleik. Vinstri bakvörðurinn Leighton Baines skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og kom gestunum yfir. Króatinn Nikola Jelavic bætti við marki stundarfjórðungi fyrir leikslok. Gylfi Þór var fjarri sínu besta líkt og aðrir leikmenn Swansea. Everton skaust upp fyrir Swansea í deildinni. Liðið hefur 40 stig í 9. sæti en Swansea er í 10. sæti með 39 stig. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Bolton 2-1 Blackburn Grétar Rafn og Wheater fagna á Reebok-vellinum í dag.Nordic Photos / Getty1-0 David Wheater (28.) 2-0 David Wheater (35.) 2-1 Steven N'Zonzi (56.) David Wheater var hetja Bolton sem vann góðan sigur á grönnum sínum í Blackburn 2-1. Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn með Bolton sem lyfti sér úr fallsæti með sigrinum.Norwich 2-1 Wolves 0-1 Matt Jarvis (25.) 1-1 Grant Holt (26.) 2-1 Grant Holt, víti (45.) Grant Holt var allt í öllu í 2-1 baráttusigri Norwich á Wolves á Carrow Road. Eftir að Matt Jarvis kom gestunum yfir skoraði Holt tvö fyrir hlé og heimamenn yfir í hálfleik. Holt var einnig í sviðsljósinu í síðari hálfleik. Þá fékk hann að líta tvö gul spjöld og þar með rautt. Heimamenn léku því síðustu fimm mínúturnar manni færri en það kom ekki að sök. Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Úlfana. Það var hann sem gaf vítaspyrnuna undir lok fyrri hálfleiks sem Holt skoraði sigurmarkið úr. Eggert fékk gult spjald fyrir. Norwich skaust upp í 11. sæti með sigrinum. Wolves er á botni deildarinnar og er orðið einmana á botni deildarinnar. Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Skemmtiferðasigling Arsenal í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en liðið lagði Aston Villa að velli 3-0 í dag. Ófarir Liverpool halda áfram en liðið lá 1-2 gegn Wigan á Anfield. Liverpool 1-2 Wigan 0-1 Shaun Maloney, víti (30.) 1-1 Luis Suarez (48.) 1-2 Gary Caldwell (63.) Gestirnir komust yfir eftir hálftímaleik. Martin Skrtel braut þá klaufalega á Victor Moses í vítateignum. Skotinn Shaun Maloney skoraði af öryggi úr spyrnunni framhjá Pepe Reina. Kenny Dalglish skipti Andy Carroll inná í hálfleik og heimamenn blésu til sóknar. Luis Suarez jafnaði metin eftir tveggja mínútna leik og lyftist brúnin á stuðningsmönnum Liverpool á Anfield. Skömmu síðar töldu heimamenn sig hafa komist yfir og aftur var Luis Suarez á ferðinni. Markið var þó dæmt af þar sem dómari leiksins taldi Suarez hafa stýrt knettinum yfir línuna með hendinni. Úrúgvæinn fékk áminningu fyrir brotið. Ótrúlegt en satt voru það gestirnir sem tryggðu sér sigur. Miðvörðurinn Gary Caldwell fékk þá boltann á vítateignum og kláraði færið af fádæma yfirvegun. Enn syrtir í álinn hjá Kenny Dalglish og lærisveinum hans sem töpuðu á dramatískan hátt gegn QPR í vikunni.Arsenal 3-0 Aston Villa 1-0 Kieran Gibbs (16.) 2-0 Theo Walcott (25.) 3-0 Mikel Arteta (90.) Arsenal vann sinn sjöunda leik í ensku úrvalsdeildinni í röð þegar Aston Villa kom í heimsókn á Emirates. Heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Vinstri bakvörðurinn Kieran Gibbs var aldrei þessu vant á skotskónum og kom Arsenal yfir eftir stundarfjórðung. Tíu mínútum síðar tók Theo Walcott frábærlega við sendingu á vítateignum og kláraði færið af mikilli fagmennsku. Það var svo Spánverjinn Mikel Arteta sem skoraði þriðja og fallegasta mark leiksins beint úr aukaspyrnu á lokamínútu leiksins. Arsenal styrkti stöðu sína í 3. sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið hefur 58 stig í 3. sæti en grannarnir í Tottenham eru í 4. sæti með 55 stig. Sunderland 3-1 QPRCisse trúir ekki sínum eigin augum. Tvö rauð í fimm leikjum.Nordic Photos / Getty Images1-0 Nicklas Bendtner (41.) 2-0 James McClean (70.) 3-0 Stephane Sessegnon (76.) 3-1 Taye Taiwo (79.) Sunderland vann góðan sigur á QPR á Ljósvangi í dag. Daninn Nicklas Bendtner er að reynast liðinu vel þessa dagana en hann kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks. Djibril Cissé fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks fyrir tveggja fóta tæklingu á Frazier Campbell. Þetta er annað rauða spjald Cisse í fimm leikjum og er Frakkinn á leið í fjögurra leikja bann. Írinn James McClean og Benínmaðurinn Stephane Sessegnon skoruðu mörk á sex mínútna kafla. Nígeríumaðurinn Taye Taiwo klóraði í bakkann fyrir gestina. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR en hann glímir enn við ökklameiðsli. Swansea 0-2 EvertonLeighton Baines settur boltann yfir vegginn og í bláhornið.Nordic Photos / Getty Images0-1 Leighton Baines (59.) 0-2 Nikola Jelavic (76.) Everton vann góðan 2-0 sigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í heldur bragðdaufum leik í Wales. Bæði mörk Liverpool-liðsins komu í síðari hálfleik. Vinstri bakvörðurinn Leighton Baines skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og kom gestunum yfir. Króatinn Nikola Jelavic bætti við marki stundarfjórðungi fyrir leikslok. Gylfi Þór var fjarri sínu besta líkt og aðrir leikmenn Swansea. Everton skaust upp fyrir Swansea í deildinni. Liðið hefur 40 stig í 9. sæti en Swansea er í 10. sæti með 39 stig. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Bolton 2-1 Blackburn Grétar Rafn og Wheater fagna á Reebok-vellinum í dag.Nordic Photos / Getty1-0 David Wheater (28.) 2-0 David Wheater (35.) 2-1 Steven N'Zonzi (56.) David Wheater var hetja Bolton sem vann góðan sigur á grönnum sínum í Blackburn 2-1. Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn með Bolton sem lyfti sér úr fallsæti með sigrinum.Norwich 2-1 Wolves 0-1 Matt Jarvis (25.) 1-1 Grant Holt (26.) 2-1 Grant Holt, víti (45.) Grant Holt var allt í öllu í 2-1 baráttusigri Norwich á Wolves á Carrow Road. Eftir að Matt Jarvis kom gestunum yfir skoraði Holt tvö fyrir hlé og heimamenn yfir í hálfleik. Holt var einnig í sviðsljósinu í síðari hálfleik. Þá fékk hann að líta tvö gul spjöld og þar með rautt. Heimamenn léku því síðustu fimm mínúturnar manni færri en það kom ekki að sök. Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Úlfana. Það var hann sem gaf vítaspyrnuna undir lok fyrri hálfleiks sem Holt skoraði sigurmarkið úr. Eggert fékk gult spjald fyrir. Norwich skaust upp í 11. sæti með sigrinum. Wolves er á botni deildarinnar og er orðið einmana á botni deildarinnar.
Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira