Sport

Tvöfalt hjá Gunnari Nelson og Sólveigu Sigurðardóttur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það var hart tekið á því í Mjölniskastalanum í dag.
Það var hart tekið á því í Mjölniskastalanum í dag.
Gunnar Nelson og Sólveig Sigurðardóttir, bæði úr Mjölni, voru sigursæl á Mjölnir Open mótinu í uppgjafarglímu sem fram fór í gær.

Gunnar hafði sigur í Opnum flokki en einnig í sínum þyngdarfloki, -88 kg flokki. Sömu sögu er að segja af Sólveigu sem vann Opna flokkinn og -64 kg flokkinn.

Tæplega 80 keppendur tóku þátt í mótinu sem ereinskonar óopinbert Íslandsmót í uppgjafarglímu að sögn forsvarsmanna Mjölnis . Þetta er sjöunda árið í röð sem mótið er haldið.

Þessi unnu sína þyngdarflokka í dag

Opinn flokkur kvenna:

Sólveig Sigurðardóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla:

Gunnar Nelson (Mjölnir)

Konur:

-64 kg - Sólveig Sigurðardóttir (Mjölnir)

+64 kg - Sigrún Helga Lund (Mjölnir)

Karlar:

-66 kg - Axel Kristinsson (Mjölnir)

-77 kg - Hamilton Ash (Mjölnir)

-88 kg - Gunnar Nelson (Mjölnir)

-99 kg - Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)

+99 kg - Guðmundur Stefán Gunnarsson (Sleipnir)

Nánari upplýsingar á heimasíðu Mjölnis, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×