Enski boltinn

Platt: Snýst ekki um Mancini og Ferguson

Margir telja að Mancini sé að fara á taugum.
Margir telja að Mancini sé að fara á taugum.
Margir hafa stillt upp baráttu Man. Utd og Man. City um enska meistaratitilinn sem einvígi stjóranna, Sir Alex Ferguson og Roberto Mancini. Þar þykir Ferguson vera að skáka Ítalanum. Mancini var ekkert sérstaklega hress eftir jafnteflið gegn Stoke. Neitaði að taka í höndina á Tony Pulis, stjóra Stoke, og lét ekki sjá sig á blaðamannafundi eftir leikinn.

Skotin hafa gengið á milli liðanna eftir að Patrick Vieira hjá Man. City sagði að það væri örvæntingarfullt hjá United að ná í Paul Scholes. Ferguson svaraði því til að örvænting City væri enn meiri fyrst þeir hafi ákveðið að nota Tevez eftir allt sem á undan var gengið.

"Roberto hló bara að þessu. Þetta er ekkert að trufla hann. Þetta snýst ekki um hann og Ferguson. Þetta er barátta á milli tveggja liða," sagði David Platt, aðstoðarmaður Mancini, en þeir vilja augljóslega ekki fara í sálfræðistríð við Ferguson.

"Mancini getur alveg höndlað álagið. Þetta snýst ekki bara um pressuna sem er á honum heldur líka um leikmennina sem þurfa að fara út á völlinn og ná góðum úrslitum. Mancini er í góðu lagi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×