Enski boltinn

Ferguson: Rio á mörg ár eftir

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það sé ekki rétt að hann ætli sér að skipta Rio Ferdinand út á næstunni. Ferguson segir að Rio eigi enn eftir mörg ár í búningi United.

Samningur Rio við félagið rennur út á næsta ári. Hann hefur misst nokkurn hraða og oft verið í vandræðum í vetur. Svo mikið að margir efast um að hann eigi mikið eftir í liði meistaranna.

"Hann er ungur fyrir miðvörð að vera og maður með hans íþróttahæfileika á að geta spilað mörg ár í viðbót. Við vitum vel af bakmeiðslum hans og vinnum með það alla daga. Honum hefur gengið vel að aðlagast og kann orðið að gera sig kláran þegar við þurfum á honum að halda," sagði Ferguson.

"Hann mun halda áfram eins lengi og heilsan leyfir. Mér finnst eins og hann hafi komið fyrir þrem árum og trúi varla að það séu orðin tíu ár. Hann er mikilvægur leikmaður í klefanum þess utan."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×