Enski boltinn

Hoddle til í að stýra enska landsliðinu á EM

Það hefur verð lítð að gera hjá Hoddle síðustu ár. Hann grípur því stundum í borðtennis með vini sínum, John Barnes.
Það hefur verð lítð að gera hjá Hoddle síðustu ár. Hann grípur því stundum í borðtennis með vini sínum, John Barnes.
Glenn Hoddle hefur óvænt stigið fram á sjónvarsviðið og boðið sig fram til þess að stýra enska landsliðinu á EM í sumar. Hann hefur ekki verið í umræðunni hingað til og eflaust margir hissa á því að hann stígi nú fram.

Hoddle stýrði landsliðinu á sínum tíma en var rekinn árið 1999 eftir óheppileg ummæli um fatlað fólk. Hann hefur ekki þjálfað síðan 2006 er hann var með Úlfana.

"Ef ég myndi deyja á morgun þá yrði líf mitt ekki fullkomnað," sagði Hoddle sem viðurkennir þó fúslega að hann fái líklega ekki starfið.

Hoddle segist sjá jákvæðar hliðar á því að þjálfarinn sem stýri liðinu á EM sé bara til bráðabirgða.

"Það væri engin pressa á þjálfaranum og það skapar líka frelsi fyrir leikmennina. Ekki síst fyrir þá sem hafa talið að þjálfarinn hafi litla trú á þeim."

Hoddle bendir á það hafi gert frábæra hluti fyrir enska rúgbý-liðið að vera með bráðabirðgaþjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×