Enski boltinn

Stuðningsmaður Millwall dæmdur í tíu ára heimaleikjabann

Þessi stuðningsmaður Millwall þarf enga fána.
Þessi stuðningsmaður Millwall þarf enga fána.
Stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Millwall eru alræmdir í heimalandinu og slæmt orð hefur fylgt þeim um árabil. Orðspor þeirra skánaði ekki mikið um helgina þegar einn þeirra flaggaði tyrkneska fánanum með ljótum skilaboðum til stuðningsmanna Leeds.

Það gerði hann til þess að æsa þá upp en stuðningsmenn Leeds gleyma því aldrei þegar tveir stuðningsmanna liðsins voru stungnir til bana í Istanbúl fyrir undanúrslitaleik gegn Galatasaray í UEFA-bikarnum árið 2000.

Leitað var á mönnum fyrir leikinn og búið að banna alla fána. Þessi stuðningsmaður komst þó inn með sinn fána.

Hann hefði betur sleppt því þar sem Millwall hefur sett hann í 10 ára bann frá heimaleikjum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×