Enski boltinn

Gibbs: Það er enginn betri vængmaður í Englandi en Walcott

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott og Robin Van Persie.
Theo Walcott og Robin Van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kieran Gibbs, varnarmaður Arsenal, er ánægður með liðsfélaga sinn Theo Walcott og sparar ekki hrósið í viðtali á heimasíðu Arsenal í dag. Walcott skoraði eitt marka Arsenal í 3-0 sigri á Aston Villa um helgina.

„Að mínu mati er Theo Walcott besti vængmaðurinn í Englandi. Við skilum orða þetta þannig: Ég vildi ekki þurfa að lenda á móti honum," sagði Kieran Gibbs í viðtali við heimasíðu Arsenal.

Theo Walcott hefur skorað 3 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 7 leikja sigurgöngu Arsenal en með henni hafa lærisveinar Arsene Wenger náð þriggja stiga forskoti á nágranna sína í Tottenham í baráttunni um þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Theo Walcott sem er enn bara 22 ára gamall hefur fundið stöðugleikann á þessu tímabili og hefur jafnframt verið heppnari með meiðsli en síðustu ár. Walcott hefur þegar spilað 29 deildarleiki með Arsenal á tímabilinu þar af 27 þeirra í byrjunarliði. Hann byrjaði bara 19 leiki í deildinni í fyrra og aðeins 12 leiki tímabilið þar á undan.

Walcott er með 10 stoðsendingar og 6 mörk í þessum 29 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×