Enski boltinn

Sir Alex Ferguson: Fulham átti að fá víti í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá sína menn ná þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna Fulham 1-0 á Old Trafford í kvöld. United var miklu sterkara liðið framan af leik en tókst ekki að bæta við marki og slapp síðan með skrekkinn í lokin.

„Við spiluðum mjög vel í klukkutíma og sköpuðum okkur nóg af færum en Fulham á hrós skilið. Þeir áttu meira eftir en við á síðustu fimmtán mínútunum," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United eftir leikinn.

„Þeir gáfu fengið víti í lokin, það er enginn vafi á því. Við áttum líka að fá víti í fyrri hálfleiknum. Kannski var dómarinn að hugsa um það þar sem að hann flautaði ekki en Michael Carrick rakst vissulega í hælinn hans Danny Murphy," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×