Enski boltinn

Liverpool-liðin mætast á Wembley - Everton vann Sunderland 2-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Everton tryggði sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins eftir 2-0 sigur á Sunderland í kvöld í endurteknum leik liðanna í átta liða úrslitunum ensku bikarkeppninnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Goodison Park.

Everton mætir Liverpool í undanúrslitaleiknum sem fer fram á Wembley 14. apríl næstkomandi en daginn eftir mætast Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham.

Nikica Jelavic kom Everton í 1-0 á 24. mínútu þegar hann skoraði eftir góða sókn og fyrirgjöf frá Magaye Gueye.

David Vaughan skoraði síðan sjálfsmark á 57. mínútu eftir að hafa áður tapað boltanum til Marouane Fellaini. Vaughan hafði komið inn á sem varamaður aðeins fjórum mínútum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×