Enski boltinn

Henderson viðurkennir að hafa verið slakur

Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool, hefur engan veginn staðið undir væntingum síðan hann kom til félagsins fyrir háa upphæð frá Sunderland. Henderson segist eðlilega verða var við gagnrýnina sem hann hefur fengið. Hann ætlar sér að vinna gagnrýnendur á sitt band.

"Það er ekki annað hægt en að verða var við alla þessa gagnrýni. Ég get viðurkennt að fólk hefur fullan rétt á því að gagnrýna mína frammistöðu," sagði Henderson við Daily Mirror.

"Þar sem ég var dýr þá er auðveldara að gagnrýna mig. Eina sem ég get gert er að vinna í mínum málum og reyna að bæta minn leik.

"Þetta hefur ekki alveg verið skelfilegt tímabil hjá mér þó svo þetta hafi verið erfitt á köflum. Ég hef samt notið tímans hjá félaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×