Enski boltinn

Van Persie búinn að bæta hollenska markametið í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie fagnar í kvöld.
Robin van Persie fagnar í kvöld. Mynd/AP
Robin van Persie setti nýtt hollenskt markamet í ensku úrvalsdeildinni í 2-1 sigri á Newcastle í kvöld þegar hann skoraði sitt 26. deildarmark á leiktíðinni. Van Persie bætti þar með met Ruud Van Nistelrooy frá tímabilinu 2002-03.

Robin van Persie jafnaði metin fyrir Arsenal á 14. mínútu leiksins en það var síðan Belginn Thomas Vermaelen sem tryggði Arsenal 2-1 sigur í uppbótartíma. Það var vel við hæfi að Van Persie bætti hollenska metið með því að skora framhjá hollenska markverðinum Tim Krul.

Robin van Persie hefur nú skorað 26 mörk í 28 leikjum en þegar Van Nistelrooy setti hollenska metið með Manchester United 2002-03 þá skoraði hann 25 mörk í 34 leikjum.

Van Persie hafði mest skorað 18 deildarmörk á einu tímabili en það var í 25 leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×