Enski boltinn

Walcott: Tottenham má passa sig núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott.
Theo Walcott. Mynd/Nordic Photos/Getty
Theo Walcott lagði upp bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri liðsins á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og enski landsliðsmaðurinn var kátur í leikslok. Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

„Við erum að sinna okkar vinnu inn á vellinum. Við erum búnir að vera frábærir varnarlega og svo við vitum að við getum alltaf skorað mörk," sagði Theo Walcott við BBC eftir leikinn en Arsenal liðið vann þarna sinn fimmta deildarleik í röð og minnkaði forskot Tottenham í 3. sætinu í aðeins eitt stig.

„Tottenham má passa sig núna því við erum að fá marga leikmenn til baka í toppform. Þetta hefur verið sveiflukennt tímabil en það skiptir alltaf mestu máli hvernig þú endar tímabilið," sagði Walcott.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×