Enski boltinn

Gerrard skoraði þrennu í sigri Liverpool á Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fór á kostum í 3-0 sigri á Liverpool á nágrönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Everton gat komist upp fyrir Liverpool með sigri á Anfield í kvöld.

Liverpool var búið að tapa þremur deildarleikjum í röð og máttu alls ekki við því að tapa í kvöld ef liðið ætlar að halda Meistaradeildardraumum liðsins á lífi.

Gerrard sá til þess að Liverpool minnkaði forskot Arsenal í fjórða sætinu niður í tíu stig og það þarf því mikið að gerast enn ætli Liverpool sér að komast í hóp fjögurra efstu liðanna í deildinni.

Steven Gerrard kom Liverpool í 1-0 á 34. mínútu með laglegri vippu yfir Tim Howards, markvörð Everton, sem hafði rétt áður varið frá Martin Kelly.

Luis Suárez lagði síðan upp hin tvö mörkin fyrir Gerrard, það fyrra kom á 51. mínútu og það síðara í uppbótartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×