Enski boltinn

Gerrard: Suarez færði mér tvö mörk á silfurfati

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard fagnar í kvöld.
Steven Gerrard fagnar í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var að sjálfsögðu kátur eftir að hafa skorað þrennu í 3-0 sigri á nágrönnunum í Everton á Anfield í kvöld en liðin mættust þá í frestuðum leik í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er sérstakt að skora þrennu en ég verð að þakka Luis Suarez sérstaklega fyrir. Hann færði mér tvö markanna á silfurfati," sagði Steven Gerrard.

„Ég hef ekki spilað mikið með honum til þessa en við höfum náð vel saman inn á vellinum þær mínútur sem við höfum spilað saman. Vonandi getum við haldið því áfram," sagði Gerrard.

„Gengi liðsins að undanförnu hefur verið svekkjandi. Við mættum aldrei í Sunderland-leikinn og við erum mjög sveiflukenndir þessa dagana. Við verðum að fara að vinna nokkra leiki í röð," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×