Enski boltinn

Cardiff steinlá á heimavelli - lítið gengur hjá Aroni og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leiknum í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru að missa af lestinni í ensku b-deildinni og eru komnir niður í sjöunda sæti eftir 0-3 tap á heimavelli á móti Hull City í kvöld.

Hull komst upp fyrir Cardiff á markatölu með þessum sigri og situr nú í sjötta sæti sem er síðasta sætið sem gefur sæti í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Aron Einar lék allan leikinn á miðju Cardiff og fékk gult spjald sjö mínútum fyrir leikslok.

Fyrsta mark Hull var sjálfsmark á 6. mínútu leiksins en Hull-liðið gerði síðan út um leikinn með mörkum James Chester og Aaron McLean í upphafi seinni hálfleiks.

Cardiff City hefur aðeins náð að vinna 2 af síðustu 9 deildarleikjum sínum frá því að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik enska deildarbikarsins í lok janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×