Enski boltinn

Dalglish: Allir uppöldu Liverpool-strákarnir voru frábærir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool-menn fagna hér í kvöld.
Liverpool-menn fagna hér í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var himinlifandi eftir 3-0 sigur á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool var búið að tapa þremur leikjum í röð og átti á hættu að missa Everton upp fyrir sig í töflunni.

„Allir uppöldu Liverpool-strákar voru frábærir í kvöld. Ég er ekki nógu mikill menntamaður til að bæta við einhverjum lýsingarorðum um Steven Gerrard. Hann hefur átti við meiðsli að stríða á þessu tímabili en það ætti að gefa honum mikið að koma í þennan derby-leik og skora þrennu," sagði Kenny Dalglish.

„Það sjá allir hversu góður fótboltamaður hann er. Hann hefur verið frábær leikmaður fyrir þetta félag allan sinn feril og það verður alltaf þannig," bætti Dalglish við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×