Enski boltinn

Jose Reina hrósar Luis Suarez fyrir óeigingirnina í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Reina, markvörður Liverpool, hrósaði fyrirliðanum Steven Gerrard og framherjanum Luis Suarez eftir 3-0 sigur liðsins í 217. Merseyside-slagnum sem fór fram á Anfield í gærkvöldi. Gerrard skoraði öll mörk Liverpool þar af tvö þau síðustu eftir stoðsendingar frá Suarez.

„Stevie á hrós skilið því hann var mjög góður," sagði Jose Reina og bætti við: „Stundum þegar framherji er ekki að skora þá getur hann verið svolítið eigingjarn. Suarez var hinsvegar mjög óeigingjarn þegar hann lagði upp mörkin fyrir Gerrard," sagði Reina.

Luis Suarez hefur aðeins skorað 2 mörk í síðustu 17 leikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en er búinn að gefa 5 stoðsendingar á sama tíma. Suarez skoraði aftur á móti fjögur mörk í fyrstu sjö leikjunum.

Það er hægt að sjá mörkin í leiknum með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×