Enski boltinn

Scharner fagnaði ekki jöfnunarmarkinu á móti gömlu félögunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Wigan og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í dag en heimamenn í Wigan áttu möguleika á því að komst upp úr fallsæti með sigri.

Wigan fékk fullt af færum til að tryggja sér dýrmæt stig en varð að sætta sig við jafntefli og áframhaldandi setu í botnsætinu. West Brom hefur gengið vel að undanförnu og er langt komið með að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni.

James McArthur kom Wigan í 1-0 á 54. mínútu en markið var búið að liggja í loftinu og nú leit úr fyrir að Wigan væri að komast upp úr fallsæti.

Paul Scharner jafnaði metin tólf mínútum síðar með skalla eftir horn frá Chris Brunt en fagnaði ekki markinu enda að skora á móti sínum gömlu félögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×