Enski boltinn

Leik Tottenham og Bolton hætt eftir 40 mínútur | Muamba hneig niður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikur Tottenham og Bolton í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar var flautaður af í fyrri hálfleik eftir að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, hneig niður fimm mínútum fyrir hálfleik. Staðan var þá 1-1.

Fabrice Muamba lá hreyfingalaus á vellinum og ESPN hefur heimildir fyrir því að læknar Bolton hafi strax hafið lífgunartilraunir. Muamba var síðan fluttur rakleitt á sjúkrahús.

Howard Webb, dómari leiksins, kallaði liðin inn í hálfleik eftir að hafa talað við stjóra liðanna, Owen Coyle og Harry Redknapp.

Bolton komst í 1-0 strax á 6. mínútu leiksins þegar Gareth Bale skoraði sjálfsmark en Gareth Bale bætti upp fyrir það þegar hann lagði upp jöfnunarmark fyrir Kyle Walker á 11. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×