Enski boltinn

Owen Coyle og Kevin Davies fóru með Muamba í sjúkrabílnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Tottenham og Bolton áttu bágt með sig.
Leikmenn Tottenham og Bolton áttu bágt með sig. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bikarleikur Tottenham og Bolton var flautaður af í kvöld eftir að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton hneig niður í lok fyrri hálfleiks. Lífgunartilraunir hófust strax á vellinum og héldu áfram ú sjúkrabílnum á leið upp á spítala. Nýjustu fréttir af Bolton-menninum er að hann sé að berjast fyrir lífi sínu.

Owen Coyle, stjóri Bolton og Kevin Davies, fyrirliði liðsins, fóru með Fabrice Muamba í sjúkrabílnum en Howard Webb, dómari leiksins, hafði þá flautað leikinn af eftir að hafa talað við báða stjóra liðanna.

Fabrice Muamba er 23 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað með Bolton frá árinu 2008. Hann lék áður með Birmingham en kom upp í gegnum unglingastarf Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×