Enski boltinn

Gylfi bara búinn að skora í útileikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skorar hér fyrra mark sitt í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson skorar hér fyrra mark sitt í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í gær en með því hjálpaði hann sínu liði að vinna þriðja leikinn í röð og komast upp í áttunda sæti deildarinnar.

Gylfi Þór hefur þar með skorað fimm mörk í níu leikjum síðan að hann kom til Swansea á láni frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim. Það vekur vissulega athygli að öll fimm mörk Gylfa hafa komið í útileikjum og á hann enn eftir að skora á Liberty Stadium í Swansea.

Gylfi hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur útileikjum Swansea, á móti Fulham og Wigan, og fyrsta mark hans fyrir Swansea kom í 2-1 útisigri á West Brom.

Swansea var bara búið að vinna einn útisigur fyrir komu Gylfa en hann hefur komið að 6 af 7 mörkum liðsins í síðustu þremur útisigrum.

Gylfi hefur aftur á móti ekki náð að skora í fyrstu fjórum heimaleikjum sínum með Swansea en er reyndar búinn að gefa tvær stoðsendingar í þeim.

Gylfi á heimavelli með Swansea

Leikir 4

Mörk 0

Stoðsendingar 2

Stig Swansea 7

Gylfi á útivelli með Swansea

Leikir 5

Mörk 5

Stoðsendingar 1

Stig Swansea 9




Fleiri fréttir

Sjá meira


×