Enski boltinn

Mancini heldur starfinu þó svo að liðið hafni í öðru sæti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mancini
Mancini Mynd. / Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur fengið þau skilaboð frá forráðarmönnum City að starf hans sé ekki í hættu þó svo að liðið nái ekki að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.

„Við höfum engan áhuga á því að skipta um stjóra og Mancini mun vera við stjórnvölinn á næstu leiktíð," sagði talsmaður félagsins.

Mancini á 15 mánuði eftir af samning sínum við Manchester City en Ítalinn samdi við félagið í desember 2009. Samningaviðræður eiga því eftir að hefjast eftir núverandi tímabil og mun Mancini að öllum líkindum skrifa undir áframhaldandi samstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×