Enski boltinn

Rooney: Alltaf mikilvægast að skora fyrsta markið á útivelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rooney í leiknum í dag.
Rooney í leiknum í dag. Mynd. / Getty Images
Wayne Rooney var glaður eftir sigurinn, 5-0, gegn Wolves í ensku úrvaldsdeildinni í dag en liðið féll illa úr leik í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið og því var það mikilvægt að koma sterkir til baka að mati leikmannsins.

„Þetta voru frábær úrslit fyrir okkur. Við lékum virkilega illa gegn Athletic Bilbao og urðum að svara þeirri frammistöðu í dag," sagði Rooney.

„Það hefur verið erfitt að koma á þennan heimavöll undanfarin ár og að vinna svona sannfærandi hér er alls ekki gefins."

„Þegar maður er að spila á útivelli þá er alltaf mikilvægast að skora fyrsta mark leiksins, það gekk upp í dag og stuttu seinna misstu Wolves mann af velli með rautt spjald. Við skorum síðan fljótlega í kjölfarið og þá er leikurinn í raun búinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×