Van Persie afgreiddi Liverpool í lygilegum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2012 10:22 Nordic Photos / Getty Images Liverpool tókst ekki að vinna sigur á Arsenal í dag þrátt fyrir að hafa fengið bæði vítaspyrnu og fullt af góðum marktækifærum. Robin van Persie nýtti hins vegar færin sín vel og Arsenal 2-1 sigur. Van Persie skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og var það glæsilegt. Hann fékk háa sendingu Alex Song inn fyrir varnarlínu Liverpool og skoraði með viðstöðulausu skoti í nærhornið. Einkar laglegt mark. En Liverpool var meira með boltann og spilaði lengstum betur. En boltinn vildi einfaldlega ekki inn. Meira að segja markið sem Liverpool skoraði var sjálfsmark varnarmannsins Laurent Koscielny. Hann stýrði knettinum í eigið mark þegar hann reyndi að komast í veg fyrir fyrirgjöf Jordan Henderson. Þá var Liverpool búið að fá vítaspyrnu eftir að Wojciech Szczesny var dæmdur brotlegur fyrir að taka Luis Suarez niður í teignum. Szczesny varði spyrnu Dirk Kuyt sem náði reyndar frákastinu en aftur varði Szcesny vel. Skömmu eftir markið komst Liverpool í aðra góða sókn. Henderson átti skot sem Szczesny varði vel en Suarez náði frákastinu og skaut í stöng. Jöfnunarmark Arsenal kom svo algerlega gegn gangi leiksins. Bacary Sagna átti frábæra sendingu frá kantinum inn á teig og rataði knötturinn beint á Van Persie sem skallaði í netið. Jamie Carragher, varnarmaðurinn reyndi, gerði sig þar sekan um slæm mistök í dekkningunni á Van Persie. Liverpool átti síðan annað skot í stöng áður en flautað var til leikhlés. Dirk Kuyt var þar að verki eftir fyrirgjöf Charlie Adam en aftur var lukkan á bandi gestanna frá Lundúnum, auk þess sem Szczesny átti frábæran leik í markinu. Í upphafi seinni hálfleiks lentu þeir Mikel Arteta og Henderson í samstuði og þurfti að bera Arteta af velli. Hann hafði fengið þungt höfuðhögg og alvarlegan heilahristing. Martin Kelly fékk svo algjört dauðafæri eftir að leikurinn hófst á ný. Hann fékk boltann fyrir opnu marki eftir sendingu Dirk Kuyt en hitti einfaldlega ekki knöttinn. Dæmigert fyrir leik Liverpool-manna. Leikurinn virtist ætla að fjara út eftir þetta en þá kom Van Persie til sögunnar og tryggði sínum mönnum öll stigin þrjú. Þetta var fyrsta tap Liverpool á heimavelli og er liðið því enn í sjöunda sæti deildarinnar. Arsenal komst upp í fjórða sætið með sigrinum og er nú tíu stigum á undan Liverpool. Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Liverpool tókst ekki að vinna sigur á Arsenal í dag þrátt fyrir að hafa fengið bæði vítaspyrnu og fullt af góðum marktækifærum. Robin van Persie nýtti hins vegar færin sín vel og Arsenal 2-1 sigur. Van Persie skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og var það glæsilegt. Hann fékk háa sendingu Alex Song inn fyrir varnarlínu Liverpool og skoraði með viðstöðulausu skoti í nærhornið. Einkar laglegt mark. En Liverpool var meira með boltann og spilaði lengstum betur. En boltinn vildi einfaldlega ekki inn. Meira að segja markið sem Liverpool skoraði var sjálfsmark varnarmannsins Laurent Koscielny. Hann stýrði knettinum í eigið mark þegar hann reyndi að komast í veg fyrir fyrirgjöf Jordan Henderson. Þá var Liverpool búið að fá vítaspyrnu eftir að Wojciech Szczesny var dæmdur brotlegur fyrir að taka Luis Suarez niður í teignum. Szczesny varði spyrnu Dirk Kuyt sem náði reyndar frákastinu en aftur varði Szcesny vel. Skömmu eftir markið komst Liverpool í aðra góða sókn. Henderson átti skot sem Szczesny varði vel en Suarez náði frákastinu og skaut í stöng. Jöfnunarmark Arsenal kom svo algerlega gegn gangi leiksins. Bacary Sagna átti frábæra sendingu frá kantinum inn á teig og rataði knötturinn beint á Van Persie sem skallaði í netið. Jamie Carragher, varnarmaðurinn reyndi, gerði sig þar sekan um slæm mistök í dekkningunni á Van Persie. Liverpool átti síðan annað skot í stöng áður en flautað var til leikhlés. Dirk Kuyt var þar að verki eftir fyrirgjöf Charlie Adam en aftur var lukkan á bandi gestanna frá Lundúnum, auk þess sem Szczesny átti frábæran leik í markinu. Í upphafi seinni hálfleiks lentu þeir Mikel Arteta og Henderson í samstuði og þurfti að bera Arteta af velli. Hann hafði fengið þungt höfuðhögg og alvarlegan heilahristing. Martin Kelly fékk svo algjört dauðafæri eftir að leikurinn hófst á ný. Hann fékk boltann fyrir opnu marki eftir sendingu Dirk Kuyt en hitti einfaldlega ekki knöttinn. Dæmigert fyrir leik Liverpool-manna. Leikurinn virtist ætla að fjara út eftir þetta en þá kom Van Persie til sögunnar og tryggði sínum mönnum öll stigin þrjú. Þetta var fyrsta tap Liverpool á heimavelli og er liðið því enn í sjöunda sæti deildarinnar. Arsenal komst upp í fjórða sætið með sigrinum og er nú tíu stigum á undan Liverpool.
Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira