Enski boltinn

Defoe gæti verið lausn landsliðsins að mati Redknapp

Harry Redknapp, stjóri Spurs og mögulegur landsliðsþjálfari í sumar, segist hafa tröllatrú á því að Jermain Defoe, leikmaður Spurs, geti leyst framherjavandræði Englendinga á EM í sumar.

Defoe er markahæsti leikmaður Tottenham á leiktíðinni með 13 mörk í 29 leikjum þó svo hann hafi ekki alltaf átt fast sæti í liðinu. Hann var ekki valinn í síðasta landsliðshóp Englands.

Englendingar verða án Wayne Rooney í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM og svo mun Darren Bent væntanlega einnig missa af mótinu vegna meiðsla.

"Ég er viss um að Defoe eigi erindi í hópinn. Framherjastaðan er orðin vandræðastaða en Defoe gæti verið lausnin," sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×