Enski boltinn

Dawson missir líklega af EM í sumar

Dawson er hann meiddist í gær.
Dawson er hann meiddist í gær.
Enski landsliðsmaðurinn Michael Dawson mun líklega ekki spila meira með Tottenham á þessari leiktíð en hann meiddist illa í bikarleiknum gegn Stevenage í gær.

Hann skaddaði liðbönd í ökkla sem og hnéð á sér. Tímabilið sem og EM í sumar er nú í mikilli hættu hjá leikmanninum.

"Því miður lentum við í því að tveir leikmenn meiddust illa í þessum leik. Þetta lítur ekki vel út með Michael og er mikið áfall fyrir hann og okkur. Það væri kraftaverk ef hann spilar meira í vetur," sagði Harry Redknapp, stjóri Spurs.

Aaron Lennon meiddist einnig í leiknum en meiðsli hans eru ekki jafn alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×