Enski boltinn

Sér ekki eftir því að hafa tekið fyrirliðabandið af Terry

Terry fær líklega ekki að verða fyrirliði aftur.
Terry fær líklega ekki að verða fyrirliði aftur.
Heather Rabbats hjá enska knattspyrnusambandinu segist alls ekki sjá eftir því að hafa átt þátt í að John Terry missti fyrirliðaband enska landsliðsins.

Sú ákvörðun stjórnar sambandsins að taka bandið af Terry leiddi til þess að Fabio Capello hætti sem landsliðsþjálfari.

Bandið var tekið af Terry þar sem hann var ásakaður um kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand.

"Hvort að hann er sekur eða ekki er ekki aðalmálið. Það þarf að taka öll svona mál föstum tökum og það skiptir mig máli," sagði Rabbats.

Leitin að næsta landsliðsþjálfari stendur enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×