Enski boltinn

Balotelli: Ekki baula á Tevez

Mörgum þykir Tevez hafa hagað sér eins og smábarn.
Mörgum þykir Tevez hafa hagað sér eins og smábarn.
Margir stuðningsmanna Man. City virðast vera búnir að fyrirgefa Carlos Tevez og klöppuðu fyrir honum í varaliðsleik gegn Bolton um daginn. Það hafa þó ekki allir gert og má fastlega reikna með því að einhverjir bauli á hann er hann byrjar að spila með aðalliðinu á nýjan leik.

Mario Balotelli, framherji liðsins, er persónulega ekkert ósáttur við Tevez og hefur beðið stuðningsmenn liðsins um að sleppa því að baula á Argentínumanninn.

"Stuðningsmennirnir verða að hegða sér eins og þeir gerðu áður. Ef þeir setja pressu á Carlos þá setja þeir pressu á allt liðið. Mér finnst því að þeir ættu ekki að gera neitt," sagði Balotelli.

Tevez var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum City þar til hann neitaði að spila gegn Bayern í Meistaradeildinni og flúði svo til Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×