Enski boltinn

Bendtner afgreiddi Liverpool | Drogba bjargaði Chelsea

Það var lítið skoraði leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrír 1-0 sigrar og einn 2-0 sigur. Nicklas Bendtner skoraði eina markið í leik Sunderland og Liverpool. Tók frákast í teignum eftir að boltinn hafði farið í stöng og í bakið á Pepe Reina, markverði Liverpool.

Lið Liverpool arfaslakt í dag og átti ekkert skilið úr þessum leik.

Ricardo Fuller, leikmaður Stoke, gerði sig sekan um stórkostlegan dómgreindarskort er hann traðkaði á Branislav Ivanovic snemma í leik Stoke og Chelsea.

Stoke því manni færra lungann úr leiknum. Chelsea samt lengi að brjóta liðið niður en Didier Drogba kom til bjargar.

Úrslit:

Aston Villa-Fulham  1-0

1-0 Andreas Weimann (90.+3)

Chelsea-Stoke City  1-0

1-0 Didier Drogba (68.)

Rautt spjald: Ricardo Fuller, Stoke (24.)

Sunderland-Liverpool  1-0

1-0 Nicklas Bendtnet (55.)

Wolves-Blackburn  0-2

0-1 David Hoilett (42.), 0-2 David Hoilett (69.)

.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×