Enski boltinn

Hvorki Rooney né Cleverley með Englandi gegn Hollandi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hálsbólga kemur í veg fyrir að Rooney leiki með Englandi á miðvikudaginn.
Hálsbólga kemur í veg fyrir að Rooney leiki með Englandi á miðvikudaginn. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur staðfest að hvorki Wayne Rooney né Tom Cleverley leikmenn leikmenn Manchester United verði með Englandi í vináttulandsleik gegn Hollandi á miðvikudaginn vegna meiðsla.

Rooney er með sýkingu í hálsi en báðir misstu þeir af leik Manchester United gegn Norwich í dag. "Wayne hefur ekki jafnað sig í hálsinu en vonandi verður hann orðinn góður fyrir sunnudaginn þegar við eigum stóran leik á White Hart Lane," sagði Ferugson eftir leikinn gegn Norwich.

Cleverley er óðfluga að jafna sig á meiðslum í ökkla og ljóst að Ferguson er tilbúinn að láta leikmenn sína taka neina áhættu í vináttulandsleiknum sem Stuart Pearce mun stýra Englandi í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×