Enski boltinn

Wenger íhugaði að skipta Walcott út af

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hann hafi íhugað að skipta Theo Walcott af velli áður en hann skoraði svo tvö síðustu mörkin í 5-2 sigri liðsins á Tottenham um helgina.

Tottenham komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik og voru stuðningsmenn Arsenal duglegir að láta Walcott heyra það. „Maður veltir fyrir sér hvort honum væri þá einhver greiði gerður með því að láta hann spila áfram," sagði Wenger en áhorfendur virtust draga nokkuð úr sjálfstrausti Walcott.

„En hann býr yfir hæfileikum sem gátu nýst liðinu vel. Hann getur verið beinskeyttur og komist á bak við varnarmennina. Það eru engir aðrir sem geta það," sagði Wenger. „Hann getur farið illa með fyrstu snertinguna en miðað við hvernig liðið var samansett þá var mikilvægt að halda honum inn á vellinum."

Sjálfur sagði Walcott að hann reyndi að láta gagnrýnina ekki hafa áhrif á sig. „Maður verður bara að halda áfram. Fyrri hálfleikurinn var ekki sá besti hjá mér en það kom í ljós úr hverju við erum gerðir."

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×