Enski boltinn

Shearer: Gleymum EM í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Shearer, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Newcastle, segir að best væri að Englendingar hættu að hugsa um Evrópumeistaramótið í sumar og byrjuðu að undirbúa sig fyrir HM 2014.

Fabio Capello hætti störfum sem landsliðsþjálfari fyrr í vikunni en EM hefst eftir aðeins fjóra mánuði. Shearer vill að Harry Redknapp, stjóri Tottenham, eigi að taka við starfinu.

„Þó svo að nýr þjálfari muni taka við liðinu þá liggur nokkðu ljóst fyrir að við munum ekki vinna EM í sumar," sagði Shearer við enska fjölmiðla.

„Nýr þjálfari á að nýta EM sem tækifæri til að öðlast reynslu og kynnast starfinu betur. Eftir það getum við litið til HM 2014 sem alvöru prófraun á liðið," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×