Enski boltinn

Grétar Rafn í byrjunarliði Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Grétar Rafn Steinsson endurheimti sæti sitt í byrjunarliði Bolton í dag eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Bolton mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.00.

Tyrone Mears leysti Grétar Rafn af hólmi þegar að liðið tapaði fyrir Norwich um síðustu helgi, 2-0, og þótti komast vel frá því verkefni.

En Owen Coyle, stjóri Bolton, ákvað að veðja áfram á Grétar Rafn sem hefur spilað vel að undanförnu.

Hægt er að fylgjast með leiknum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×