Íslenski boltinn

Samþykkt að fjölga deildum á Íslandsmótinu í knattspyrnu

rEiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Víkings og Leiknis. Tillaga Leiknismanna var samþykkt.
Úr leik Víkings og Leiknis. Tillaga Leiknismanna var samþykkt.
Tillaga Leiknis og KB úr Breiðholti um að skipta 3. deild karla í tvær deildir og fjölga þar með um eina deild á Íslandsmótinu hefur verið samþykkt.

Tíu lið munu því skipa 3. deild karla og önnur lið spila í nýrri deild sem mun heita 4. deild karla. Alls verða því deildirnar á Íslandsmótinu fimm talsins.

Þó nokkur getumunur hefur verið á milli liða í 3. deild karla og er breytingin gerð til að bregðast við þeirri þróun.

Um lagabreytingatillögu var að ræða og þurfti því minnst 66,6 prósent atkvæða til að fá hana samþykkta.

Fleiri tillögur verða teknar fyrir á þinginu.


Tengdar fréttir

Færri leikbönn fyrir gul spjöld

Breytingar hafa verið gerðar á reglum um leikbönn vegna gulra spjalda á Íslandsmótinu í knattspyrnu en tilllögur þess efnis voru samþykktar á ársþingi KSÍ í dag.

Skýrslur eftirlitsmanna birtar á innrivef KSÍ

Tillaga um breytingu á reglugerð um störf eftirlitsmanna KSÍ voru samþykktar á ársþingi sambandsins. Tillögu um skýrslur dómara var vísað í starfshóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×