Enski boltinn

Aron fór meiddur af velli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar í leik með Cardiff.
Aron Einar í leik með Cardiff. Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli snemma í leik sinna manna í Cardiff gegn Leicester. Cardiff tapaði svo leiknum, 2-1.

Aron virtist hafa meiðsta aftan í læri og óvíst er hversu lengi hann verður frá. Cardiff er þrátt fyrir tapið enn í fjórða sæti deildarinnar en fresta þurfti nokkrum leikjum í dag vegna kuldakastsins í Brettlandi.

Reading vann Coventry, 2-0, en hvorki Brynjar Björn Gunnarsson né Hermann Hreiðarsson léku með sínum liðum í leiknum. Hermann er frá vegna meiðsla.

Reading er í sjöunda sæti deildarinnar með 48 stig en Coventry sem fyrr á botni deildarinnar með 22 stig - nú átta stigum frá öruggu sæti.

Topplið West Ham átti að spila við Peterborough í dag en leiknum var frestað. Southampton er í öðru sæti með 55 stig, einu á eftir West Ham, eftir 2-0 sigur á Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×