Enski boltinn

Wenger: Leitt að missa Henry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger lofaði Thierry Henry í hástert eftir að Henry tryggði Arsenal 2-1 sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Henry er ótrúlegur. Hann spilar í 20 mínútur og skorar. Mér þykir leitt að missa Thierry en við vissum frá upphafi að það myndi gerast," sagði Wenger, stjóri Arsenal, eftir leikinn.

„En við erum þakklátir fyrir það sem hann hefur gert bæði í leikjum og á æfingum. Við reyndum að halda honum en hann er fyrirliði New York Red Bulls og tímabilið byrjar þar eftir tvær vikur."

„Hvort hann komi aftur síðar er ómögulegt að segja. Það er synd að leikmaður eins og hann skuli ekki spila á Englandi eða meginlandi Evrópu."


Tengdar fréttir

Henry tryggði Arsenal sigur | Everton lagði Chelsea

Sex leikjum er nú nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry var enn og aftur hetja Arsenal og Everton vann góðan sigur á Chelsea. Þrjú Íslendingalið voru í eldínunni og töpuðu öll í dag.

Henry: Ég vildi þakka fyrir mig

Thierry Henry var þakklátur stuðningsmönnum Arsenal eftir að hann gaf þeim frábæra kveðjugjöf í dag. Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Arsenal á Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×