Enski boltinn

Villas-Boas: Mögulega versti leikur tímabilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði frammistaða sinna manna gegn Everton í dag hafi verið léleg og leikurinn mögulega sá versti á tímabilinu.

Everton vann 2-0 sigur í dag með mörkum Steven Pienaar og Denis Stracqualursi. Chelsea átti engin svör og frammistaðan eftir því.

„Ég held að leikurinn í dag hafi verið okkar versti leikur á tímabilinu," sagði Villas-Boas við enska fjölmiðla. „Lið Everton var frábært í dag í öllum skilningi orðsins."

„Það var lítið jákvætt við frammistöðu okkar. Þetta var erfiður dagur og margt neikvætt sem gerðist. Það er mikið sem við þurfum að bæta fyrir leikina sem eru fram undan í enska bikarnum og Meistaradeild Evrópu."

„Við urðum fyrir áfalli snemma leiks (þegar Pienaar skoraði) og þó svo að við voru meira með boltann tókst okkur ekki að skapa færi. Við erum í fimmta sætinu eins og er og er það ekki nóg fyrir okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×